Hvað er þetta?
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Hvað er þetta?
ESP_028689_1180
Enska   Franska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Hvað sjáum við hér? Sjá má langa línulega hryggi eða upplyft landslag þakið reglulegum dökkum blettum. Í fullri upplausn og í lit, sjáum við að yfirborðið er þakið gárum og að sumir dökku blettirnir eru umluktir ljósari hjúp.

Gefstu upp? Þetta eru sandöldur þaktar koldíoxíðhrími, síðla vetrar, þegar koldíoxíðið er að byrja að gufa upp (breytast úr ís í gufu). Hins vegar er þurrgufunarferlið nokkuð flókið og leiðir til bletta, ráka og svo framvegis, eins og lýst er í eldri myndbirtingu frá HiRISE. Við höfum tekið myndir af þessu svæði í þrígang undanfarin ár: ESP_020276_1180, ESP_019854_1180, og ESP_019287_1180.

Myndin er mjög lík ESP_019854_1180 vegna þess að sú mynd var tekin fyrir næstum nákvæmlega einu Marsári, á sama árstíma, en hinar tvær myndirnar eru ólíkari. Á sama hátt og árstíðabreytingar á jörðinni koma mismunandi fram milli ára, geta sömu svæði á Mars verið harla ólík á sama árstíma, milli ára.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
08 september 2012

Staðartími á Mars:
3:56 PM

Breiddargráða (miðjuð):
-62°

Lengdargráða (austur):
205°

Fjarlægð til yfirborðs:
250 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
50 cm/díl (með 2 x 2 dílaknipping) svo ~150 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
50 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
79°

Inngeislunarhorn sólar:
80°, þar sem sólin var um 10° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
169°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (176 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (101 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (65 MB),
Án kortavörpunar  (113 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (25 MB)
Án kortavörpunar  (111 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (188 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (168 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (99 MB)
Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.