Þessi 280 kílómetra breiði gígur geymir langa sögu um vatn. Innan í gígnum er mjög sprungið svæði sem kallast Aram Chaos og samanstendur af dekkra storkubergi sem hefur orðið fyrir áhrifum af vatni eða kviku undir yfirborðinu.
Yfir þessu óreiðukennda landslagi eru ljósleitari efni úr alls kyns súlfötum sem urðu til þegar vatn fyllti gíginn. Gögn frá CRISM, sem aflað var á sama tíma og HiRISE myndin var tekin, bendir til þess að súlfötin samanstandi af einvötnuðum, fjölvötnuðum og járnkenndum hýdroxílsúlfötum þar sem hvert efni gefur til kynna mismunandi efnafræðileg umhverfi í vatninu sem var eitt sinn í Aram Chaos.
Þýðing: Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_074008_1830dagsetning myndatöku: 11. maí 2022
hæð yfir sjávarmáli: 274 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_074008_1830
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska