Á þessari mynd sést botn á gíg mjög sunnarlega á Mars.
Á henni sjást margir hnullungar sem eru frá 1 til 10 metrar á breidd. Hnullungarnir dreifast ekki handahófskennt eða samfellt, heldur oft línulega eða í hringlaga mynstri.
Sum þessar mynstra líkjast frosttiglum sem gjarnan sjást á háum breiddargráðum á Mars. Þeir myndast þegar ís við yfirborðið þenst út og dregst saman á víxl. Með árunum gæti þetta ferli hafa hreyft hnullunga til og raðað þeim upp á mörk tiglanna. Sé raunin sú, eru eldri frosttiglar ekki lengir sýnilegir á svæðinu þótt mynstrin sem hnullungarnir raða sér í séu enn til staðar.
Þýðing: Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_076499_1160dagsetning myndatöku: 21. nóvember 2022
hæð yfir sjávarmáli: 251 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_076499_1160
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska