Þessi myndun minnir dálítið á andlit bjarndýrs. Hvað í veröldinni er þetta?
Þarna sést hæð með v-laga hrunmyndun (nefið), tveir gígar (augun) og hringlaga sprungumynstur (höfuðið). Hringlaga sprungumynstrið gæti verið af völdum setlags yfir gröfnum árekstragíg. Hugsanlega er nefið eldvarp eða leirop og setlagið gæti verið hraun eða leirflæði.
Þýðing: Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_076769_1380dagsetning myndatöku: 12. desember 2022
hæð yfir sjávarmáli: 251 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_076769_1380
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska